Brúðguminn 2008 -
Yfirlit:Myndin fjallar um háskólakennarann Jón sem reynir að átta sig á tilverunni og sjálfum sér eina bjarta sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Brúðguminn er mynd á léttu nótunum um lífsgleðina og leitina að hamingjunni með ljúfsárum undirtón þó, enda ekkert ljós án skugga. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni, sem byggir á leikverki Antons Tsjekov um Ivanov. Baltasar skrifaði handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Kvikmyndin var tekin upp í ágústmánuði á síðasta ári í blíðskaparveðri eins og gerist best á Breiðafirði.
Athugasemd